28 ágúst 2008

Af boðsferðum

Ég er sammála félaga mínum Stefáni Jóhanni Stefánssyni um margt. Margir vilja bjóða borgarfulltrúum í hitt og þetta, golf og útreiðartúra og margir þeir viðburðir byggja á gömlum merg og gamalli hefð. Það má því kannski teljast eðlilegt að fólk hafi ekki spurt sjálft sig í gegnum tíðina - er þetta eðlilegt? 


En sem betur fer verður umræða um boðsferðir kjörinna fulltrúa sífellt háværari - svona langt erum við komin í dag og loksins hillir undir verklok og samþykkt siðareglna fyrir kjörna fulltrúa í Reykjavík. 

Ég hef bæði farið í golfboðið (mætti þó seint og sleppti golfinu) og í vor fór ég í svokallaða Fáksreið. En bæði Golfklúbbur Reykjavíkur og Fákur eiga í ýmsum samskiptum við borgina, bæði hvað varðar styrki og lóðir. Nú ætla ég hvorki GR né Fáki að hafa eitthvað misjafnt í huga með þessum boðum - en öll vötn renna nú í þá átt að stjórnmálamenn verða að vera hafnir yfir allan vafa, hvort sem um lax, golf, útreiðar eða berjamó er að ræða. 

Við getum vel haldið áfram að eiga góða stund saman í golfi eða útreiðum.
En við borgarfulltrúar erum borgunarmenn fyrir slíku sjálf - og rúmlega það. 

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Eruð þið það takmörkuð að þið þurfið skrifaðar siðareglur til að vita hvað er rétt og hvað er rangt ?
Ætlið þið að sleppa því að mæta í golfmótið eða á að bíða eftir SKRIFUÐU reglunum ?
VarKrati

Nafnlaus sagði...

Flott frumkvæði hjá þér Oddný!

Nafnlaus sagði...

Þakka þér fyrir að vekja athygli á þessu. Ég sjálf er bara venjuleg launakona með ágætislaun sem duga til framfærslu.

Ég vil jöfnuð í samfélaginu og þess vegna setur að manni aulahroll að upplifa það aftur og aftur að fólk með yfir 500.000 í útborguð laun sé í sífellu að reyna að fá alla skapaða hluti ókeypis. Þetta er siðlaust.

Á sama tíma er ekkert hægt að gera fyrir þá sem eiga varla fyrir nauðsynjum þar á að spara.

Hvernig væri t.d. að sparnaður innan borgarinnar færi þannig fram að nefndarlaun til borgarfulltrúa væru lækkuð! Þeir hafa jú ágætis mánaðarlaun fyrir.

Hvernig væri að auk frístundakorts fengju fátækar fjölskyldur einfaldlega ókeypis inn á allt sem borgin er að reka t.d. fjölskyldugarðinn, bókasöfnin og sundlaugarnar, skemmtiferðir á vegum skóla - svo eitthvað sé nefnt.

Þetta myndi koma fátækum mjög til góða og ef þetta væri gert af virðingu er ekki erfitt að þyggja.

Jafnaðarmennska í öllum bótum er af hinu vonda því þeir sem eru svo heppnir að geta séð fyrir sér sjálfir, eiga bara að gleðjast að aðrir sem eru minna heppnir fái að njóta einhvers.

Því einhversstaðar stendur sælla er að gefa en þyggja.

kveðja
kona sem vill sanngjarnt samfélag

Oddný er sagði...

Kæri Nafnlaus

Ég bið þig að sýna kurteisi en get svarað fyrir mitt leyti að ég sleppi golfinu.