Bóndi minn leit við á leikskóla barnanna í hálfleik og þar var geggjuð stemning. Börnin voru hvött til að mæta í fötum í fánalitum í dag, þau veifa íslenskum fána og í stórasal er bein útsending frá leiknum. Þriggja ára heimasætan fór í bláum kjól með rauðum og hvítum hjörtum í skólann í morgun, með íslenska fánann í höndinni. Foreldrar voru boðnir velkomnir að fylgjast með leiknum og það þykir mér til fyrirmyndar, skólarnir ættu einmitt að nýta hvert tækifæri til að tengja saman foreldra og börn í skólunum.
Við horfðum saman á leikinn gegn Pólverjum um daginn - á náttfötunum. Hún var frá sér numin af fegurð hins eina sanna Ólympíuanda: ,,Allir eru svo duglegir að hjálpa hver öðrum", klifaði hún á í sífellu þegar einn liðsmaður datt í gólfið og annar hjálpaði honum á fætur.
Og hún hélt með gula liðinu, þ.e.a.s. markmanni íslenska liðsins. Og skyldi engan undra - magnaður leikmaður.
2 ummæli:
Dásamleg færsta- takk!
Dásamleg færsla- heimurinn væri betri ef leikskólabörn væru við stjórnvölin.
Takk fyrir!
Skrifa ummæli