...allt, sem eftir oss liggur í hinum sýnilega heimi, týnist með kulnuðum eða logandi hnetti út í tómið, með jörð, sem hefur lokið ætlunarverki sínu og verður köld og dimm og líflaus eyðistjarna á öræfaslóðum geimsins, eða blossar upp og hverfur samstundis. En yfir oss hvílir annað og meira en hverfulleiki duftsins, sem vér lifum í og fæðumst og nærumst af. Yfir oss hvílir auglit hins eilífa og orð hins eilífa í náð og í dómi.“
Úr prédikun Sigurbjörns Einarssonar. Það er magnaður lestur að fara í gegnum texta Sigurbjörns, þvílík tök sem hann hafði á íslenskri tungu.
Hér er afbragðs góð mynd dregin upp af manninum, prédikaranum og orðsnillingnum - eftir Sigurð Árna Þórðarson.
Blessuð sé minning Sigurbjörns Einarssonar.
28 ágúst 2008
Meistari tungumáls og andagiftar
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli