24 apríl 2009

Rétt og rangt um sjávarútvegsstefnu ESB

Á Vísi er slegið upp frétt um að ekki sé tryggt að fiskveiðiréttindi haldist hjá aðildarríkjum ESB. Það er rangt. Hið rétta í málinu er eftirfarandi: Sjávarútvegsstefna ESB er endurskoðuð reglulega í víðtæku samráði við alla hagsmunaaðila. Reglan um hlutfallslegan stöðugleika hefur alltaf verið rædd í reglulegri endurskoðun en viti menn - þeirri reglu hefur ekki verið breytt frá árinu 1983.

Ein af þeim hugmyndum sem framkvæmdastjórn ESB setur fram núna er að hafa framseljanlegar aflaheimildir á öllu svæðinu og að búa svo í haginn að aflaheimildir rati þangað þar sem fiskveiðar eru mikilvæg atvinnugrein og þar sem hagkvæmni í fiskveiðum er mest.

Framkvæmdastjórn ESB spurði aðildarríkin um þeirra skoðun á þessu og í ljós kom að 26 af 27 aðildarríkjum vilja ekki hrófla við hlutfallslega stöðugleikanum.


Það er hið rétta í málinu.

2 ummæli:

Hans Haraldsson sagði...

Það er ýmislegt rétt í þessu máli, m.a að veiðiheimildir eru núna að færast á milli og að reglan um hlutfallslegan stöðugleika er ekki óhagganleg hver svo sem afstaða flestra aðildarríkja er einmitt í dag.

Ekkert nýtt svo sem en ætti að vera okkur áminning.

Nafnlaus sagði...

Einmitt.

Tók eftir þessu.

Vísir er reyndar nánast að kópí peista þessari undarlegu túlkun af LíÚ vefnum. Það er alveg vitað að almenn sátt ríkir um relative stability prinsipið í grundvallaratriðum.

Það sem Græna bók er í rauninni að spekúlera mundi tryggja hag margumræddrar fiskveiðiauðlindar enn meira. Enn meira.

Eini möguleikinn væri að einhver sérstök lög innanlands myndu fokka þessu öllu upp. Það er eini möguleikinn.