Ég las ,,status" á Facebook-síðu vinkonu minnar í gær sem var nokkuð skondinn:
,,Lýst er eftir peningamálastefnu Sjálfstæðisflokksins. Hún fór að heiman árið 2005 og hefur ekki spurst til hennar síðan. Stefnan var í dökkbláum jakkafötum þegar síðast sást til hennar..."
Í dag opinberast þó enn frekar vandræðagangur Sjálfstæðismanna þegar sendiherra Evrópusambandsins gagnvart Noregi og Íslandi segir þá hugmynd að taka upp evru með stuðningi Alþjóða gjaldeyrissjóðsins vera algerlega óraunhæfa. Óneitanlega læðist að konu sá grunur að útspil íhaldsins sé einvörðungu til að hylja þá staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn er í andstöðu við áherslur stærstu samtaka launafólks og atvinnurekenda.
Launafólk og atvinnurekendur vilja hefja samningaviðræður um aðild að ESB og upptöku evru strax eftir kosningar. Sjálfstæðisflokkur skilar auðu.
En þetta er þó ekkert nýtt. Í frétt sem birtist í Financial Times 7. apríl var þessari leið, einhliða upptöku evru, í raun hafnað af Evrópusambandinu sem óraunhæfri. Sama hefur Evrópski seðlabankinn gert. Auk þess hafa sérfræðingar í alþjóðamálum bent á að það sé ekki hlutverk Alþjóða gjaldeyrissjóðsins að hlutast til um samningaviðræður fullvalda ríkis og yfirþjóðlegs valds.
Það má því vel halda áfram að lýsa eftir peningamálastefnu Sjálfstæðisflokksins. Hún er týnd og tröllum gefin...
20 apríl 2009
Lýst er eftir peningamálastefnu...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
11 ummæli:
Hvað með VG?
Hvað með VG
nú er tilvalið tækifæri að útskýra peningastefnu samfylkingarinnar í stuttu máli.
tengist hún kannski inngöngu í esb?
Ekki get ég svarað fyrir hönd VG, sem er sannarlega minni Evrópuflokkur en Samfylkingin. VG hefur lagt áherslu á að lokaniðurstaðan verði í höndum þjóðarinnar. VG verður aldrei á móti ef sannað þykir að lífskjör almennings batna og velferð aukist við aðild.
Og hver er peningamálastefna Samfylkingarinnar?
Á vef Samfylkingarinnar stendur að hún vilji "Marka nýja peningamálastefnu með umsókn um aðild að Evrópusambandinu og stefna að upptöku evru með aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópusambandsins."
Gott og vel. Hversu fljótlega telur Samfylkingin að hægt sé að ganga inn í Evrópusambandið ef keyrt er á málið og hversu flótlega telur Samfylkingn að hægt verði að taka upp Evru?
Og hver á peningamálastefnan að vera þangað til?
Á hún að byggja á verðbólgumarkmiði? Fastgengisstefnu?
Svör væru vel þegin.
Á vefsíðu Samfylkingarinnar má sjá að hún vil "Marka nýja peningamálastefnu með umsókn um aðild að Evrópusambandinu og stefna að upptöku evru með aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópusambandsins."
Gott og vel.
Hversu fljótlega telur Samfylkingin að hægt verði að ganga í Evrópusambandið ef allt er sett á fullt strax eftir kosningar?
Og hversu fljótlega yrði hægt að taka upp Evru?
Hver er peningamálastefna Samfylkingarinn í milli tíðinni?
Byggir hún á verðbólgumarkmiðum? Fastgengisstefnu?
Einhverju öðru?
Skiptir það ekki máli?
Svör væru vel þegin.
Jamm skondið. En veit einhver hver núverandi peningamálastefna er? Hef nefnilega ekki orðið vör við hana. Mér sýnist hún nefnilega vera algerlega óbreytt frá fyrri ríkisstjórn, þ.e. verðbólgumarkmið og ekkert annað. Eini munurinn er að nú er ekki töluð íslenska á aðalfundi Seðlabankans.
Peningamálastefna Samfylkingarinnar liggur algerlega ljós fyrir:
Við erum sammála stærstu samtökum atvinnurekenda og launafólks um að ekki verði byggt á krónu til framtíðar og eini raunhæfi kosturinn sé upptaka evru með fullri aðild að Evrópusambandinu.
Tíminn sem líður þar til við fáum aðild að ERM II samstarfinu sem er undanfari fullrar upptöku evru skiptir mjög miklu máli. Á þeim tíma þarf að skapa nægt traust og trúverðugleika til að við getum komist út gjaldeyriskreppunni og gjaldeyrishöftunum og gengið ráðist á markaði. Það er líka forsenda þess að sjálfstæð mynt geri okkur raunverulegat gagn við að komast út úr efnahagsþrengingunum.
Stærsta einstaka aðgerðin við að endurheimta traust og skapa þessar forsendur er að skýra stefnu okkar fyrir umheiminum, þ.e. sækja um aðild að ESB og upptöku evru. Fjármálamarkaðir stýrast umfram annað af væntingum og þær ráða m.a. þeim vaxtakjörum sem bæði íslenska ríkinu og fyrirtækjum standa til boða. Á þetta hafa forsvarsmenn fyrirtækja verið að benda.
Önnur leið sem Samfylkingin hefur lagt til er að gera það að einu af samningsmarkmiðum Íslendinga í aðildarviðræðum að semja um stuðning ESB við okkur í því að lifa við krónuna þar til við fáum aðgang að myntsamstarfinu.
Peningastefna VG virðist því miður ekki útfærð nema að þau hafa talað um úttekt á kostum í stöðunni. VG var heldur ekki með mjög skýra sýn á efnahagsáætlunina sem er grundvöllur samstarfsins við AGS og aðrar þjóðir og sumir höfðu jafnvel ýjað að uppsögn. Það hefur ekki truflað stjórnarsamstarfið undir traustri forystu Jóhönnu Sigurðardóttur.
Reyndar hefur enginn annar flokkur nein svör í Peningamálunum svo skýlaust umboð Jóhönnu Sigurðardóttur til að halda áfram að leiða starfið skiptir afar miklu máli.
Kv.
Arnar
Stefán Benediktsson
Peningamálastefna Sjálfstæðisflokksins? "Rent nonsens" á sænsku.
http://visir.is/article/20090421/FRETTIR01/688574638
Æ æ soltið pínlegt....lokað vegna breytinga og engin stefna í gangi hjá Samfó...
Skrifa ummæli