07 apríl 2009

Byggjum velferðarbrú yfir boðaföllin

Leið Samfylkingarinnar í gegnum erfiðleikatímabilið framundan er að byggja velferðarbrú. Velferðarbrúin mætir vanda heimila þannig að takmarkaðir fjármunir ríkissjóðs nýtist þeim sem mest þurfa á að halda. Brúarleiðin felur í sér tækifæri til að lækka greiðslubyrði, greiðslufresti, auknar endurgreiðslur vaxtabyrða og greiðsluaðlögun fyrir þá sem eru í mestum vanda. 


Fyrir heimilin og atvinnulífið skiptir mestu máli að komast sem fyrst yfir erfiðleikana með ábyrgð, aðhaldi og skýrri framtíðarsýn í peningamálum. Þar nýtur Samfylkingin óneitanlega sérstöðu. Það er einungis með nýjum gjaldmiðli sem við getum skapað aðstæður til hagvaxtar, niðurgreiðslu skulda og til að bæta lífskjörin.

Forsendan er traust og ábyrgð - enda tími töfralausnanna liðinn. Jóhanna Sigurðardóttir sýnir styrk sinn með því að hafna þátttöku Samfylkingarinnar í því að blekkja þjóðina með tálsýn og óábyrgum tillögum. 

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já samfylkingin er ábyrgðarfullur flokkur, sei sei, þó ekki fyrr en kemur að því að gera lýðnum ljóst að hann skuli borga ! Allar skuldir sem lýðurinn hefur með óábyrgri hegðunn sinni steypt sér í auk þeirra sem bættust ofan á þegar samfylkingin var ekki orðin eins ábyrgðarfull og hún er í dag, en það eru gamlir tímar, löngu liðnir, sem við kjósendur erum hvort eð er búnir að gleyma.
Ég hlakka virkilega til að fara að borga af 70 ára láninu sem mér verður úthlutað (hægt að draga það beint af atvinnuleysisbótunum) svo ég geti borgað allar þær skuldir sem ég hef stofnað til.
Það verður gaman þegar að barnabörnin fá svo loksinns seðilinn um að afi gamli hafi nú loksins borgað síðustu afborgunina að handan og þau fái nú sitt tækifæri til að greiða eignaskattinn af slotinu eftir að vera búin að borga erfðaskattinn.

Atli