22 apríl 2009

Tónlistarskólar í Reykjavík

Í allri umræðu um niðurskurð til skóla sem starfa frá hausti og fram á vor hefur verið tekið tillit til þess að skólaár og fjárhagsár er ekki það sama. Því kemur það mjög á óvart að niðurskurður til tónlistarskóla eigi að taka gildi frá og með 1. janúar síðastliðnum.

Styrkur borgarinnar til tónlistarskóla fer í að greiða laun kennara, ekki í reksturinn. Það er því útilokað að þessi ákvörðun standist hreinlega lög, því varla er hægt að afturkalla þegar greidd laun.

Engin ummæli: