22 apríl 2009

Ekkert pönk í vantrausti

Nú magnast upp hræðsluáróður ESB-andstæðinga - sem umfram allt treysta ekki þjóðinni til að taka ákvörðun á upplýstum grunni. Áróðurinn er gjarnan á þeim nótum að Samfylkingin vilji ganga í ESB - sama hvað. Það er rangt.

Samfylkingin treystir þjóðinni. Og Samfylkingin vill ganga í ESB en ekki með hvaða skilyrðum sem er. Við viljum semja á grundvelli skýrra samningsmarkmiða. Aðeins þannig fær þjóðin sjálf að taka lýðræðislega ákvörðun um raunverulegan aðildarsamning.

Til að tryggja þessa niðurstöðu verður Samfylkingin að fá góða kosningu og Jóhanna að fá skýrt umboð. Samningsmarkmið okkar eru:

Full yfirráð okkar yfir auðlindum.

Raunverulegt forræði fyrir úthlutun veiðiheimilda á Íslandsmiðum.

Viðurkenning á sömu réttindum og Svíar og Finnar hafa varðandi landbúnað.

Sérstakt tillit verði tekið til íslensks landbúnaðar í ljósi matvælaöryggissjónarmiða og fjarlægðar Íslands frá mörkuðum.

Að lokum kýs þjóðin. Óttar Proppé pönkari vék orðum að þessu vantrausti ákveðinna stjórnmálaflokka til þjóðarinnar á frábærum fundi Sammála-hópsins í Iðnó.

Það er nefnilega ekkert pönk í því að vera ekki treyst.

Engin ummæli: