Í Evrópuskýrslunni sem birt var í dag kemur í ljós að Samfylkingin, verkalýðshreyfingin og samtök atvinnurekenda sem ná til um 70% atvinnulífsins tala algjörlega einum rómi.
Í sameiginlegu áliti Samfylkingar, verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda kemur fram að sækja beri strax um aðild að ESB.
Skýrslan dregur því fram að Samfylkingin á ein samleið með bæði verkalýðshreyfingunni og atvinnulífinu í landinu.
Ályktun Egils Helgasonar er líklega rétt. Þunginn í Evrópuumræðunni vex með hverjum degi sem líður. Aðild að ESB er stærsta velferðar- og atvinnumálið.
Ert þú því sammála?
4 ummæli:
Þunginn vex og við sækjum um aðild í maí eða júní. Verðum komin inn eftir ár.
Annars erum við dauð.
Nú er að hamra járnið á meðan það er heitt. ESB er stærsta hagsmunamál þjóðarinnar og þá má ekki gefa það eftir, hvorki í kosningabaráttunni né í stjórnarmyndun. Framsókn getur komið inn í stjórnina ef með þarf til þess að tryggja málinu framgang. Stjórnlagaþingið er úti í bili og auðlindarákvæðið en mér finnst það vera að gleymast í umræðunni að smkv. JBH þá var tekið fyrir það í fiskveiðistjórnunarlögunum að hægt væri að fara fram á skaðabætur ef ríkið innleysti aflaheimildirnar. Ef svo er verður ekkert mál að breyta lögunum, auk þess sem ríkisbankarnir eiga nú de facto útgerðina með húð og hári. Breytingin þarf þó að vera með þeim hætti að útgerðin fari ekki á hausinn, hverjum dettur það svo sem í hug? Þetta er bara hræðsluáróður. Við töpuðum orustu í dag, ekki stríði. Áfram Samfylking.
Einar Pétur.
Evra eftir tíu ár.
ESB eftir 2-3 ár.
Helguvík... í dag!
Til hamingju.
Til hamingju með Helguvík! Geri ráð fyrir að útsala á orku og landgæðum eigi að fleyta okkur fram að evruupptöku eftir tíu ár.
Skrifa ummæli