24 apríl 2009

Enn skilar Sjálfstæðisflokkurinn auðu...

Sjálfstæðisflokkur lofar 50% lægri greiðslum af húsnæðislánum í heilsíðuauglýsingu í blöðunum í dag. Hér er í raun um greiðslujöfnun að ræða, sem er ein af 18 aðgerðum ,,Velferðarbrúarinnar" sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur reist til að koma heimilunum yfir erfiðasta tímabilið.

Lögin um greiðslujöfnun voru fyrst sett árið 1985 og svo breytt í nóvember 2008 að frumkvæði Jóhönnu Sigurðardóttur. Þetta kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins, sem aðrir hafa löngu uppfyllt, skýtur því skökku við og því varla við því að búast að nokkur kjósandi bíti á agnið. Enda er full seint að koma með lausnir fyrir heimilin í landinu daginn fyrir kjördag.

Sjálfstæðisflokkurinn heldur því áfram að skila auðu. Bæði í Evrópumálum og raunhæfum lausnum fyrir heimilin. Og enn er lýst eftir peningamálastefnu þess flokks, sem fór frá heimili sínu árið 2005 og lítið hefur til spurst síðan...

1 ummæli:

Oddur Ólafsson sagði...

Bjarni Ben er sokkinn í dúndrandi popúlisma.

Les blöðin og kíkir á netið og breytir svo stefnunni einn, tveir og þrír og skellir fram í heilsíðuauglýsingu daginn eftir.

Svo fær hann þetta oft beint í hausinn eins og þetta með evruna og IMF.