Það var og. Ég get ekki annað en fagnað því að Björgvin segi af sér enda hef ég í langan tíma sagt að það verði hann að gera. En mikið ósköp er þetta seint í rassinn gripið. Í kjölfarið hlýtur yfirstjórn og forstjóri Fjármálaeftirlits að fara og er það vel.
Nú beinast spjótin að Seðlabankanum, það verður aldrei hægt að halda áfram stjórnarsamstarfinu án þess að nauðsynlegar breytingar verði gerðar þar. Það verður að ná sátt við íslenska þjóð - reiðin, vantrúin og skortur á trausti myndar djúpa og víða gjá milli þings og þjóðar.
Björgvin axlar hér pólitíska ábyrgð sem er nýlunda í íslenskum stjórnmálum. Megi þetta verða fyrsta skrefið að alvöru siðbót og lýðræðislegum umbótum.
Þá er það arftaki Björgvins og ég held að það hljóti að verða varaformaðurinn okkar. Nógu snúið hefur það verið síðustu vikur og mánuði að varaformaðurinn sé fjarri ríkisstjórnarborðinu.
Bætt við klukkan rúmlega 17 -
Aldrei hef ég lastað störf Björgvins heldur þvert á móti talið hann standa sig afar vel við nær ómanneskjulega erfiðar aðstæður. Þegar ég hef talað fyrir afsögn hans er ég að vísa til pólitískrar ábyrgðar hans, sem er ekki það sama og persónuleg ábyrgð. Birgir Hermannsson lýsir því ágætlega hér. Björgvin hefur tekið lofsvert frumkvæði en ég er þó enn á þeirri skoðun að mitt fólk á Alþingi hefði þurft að taka slíkt frumkvæði mun fyrr. Íslenska þjóðin kallar eftir því - og hefur gert í rúmlega 100 daga, á hverjum degi.
Skúli Helgason skrifar hreint út sagt frábæran pistil á heimasíðu Samfylkingarinnar í dag sem ég hvet alla til að lesa.
Bætt við klukkan rúmlega 17 -
Aldrei hef ég lastað störf Björgvins heldur þvert á móti talið hann standa sig afar vel við nær ómanneskjulega erfiðar aðstæður. Þegar ég hef talað fyrir afsögn hans er ég að vísa til pólitískrar ábyrgðar hans, sem er ekki það sama og persónuleg ábyrgð. Birgir Hermannsson lýsir því ágætlega hér. Björgvin hefur tekið lofsvert frumkvæði en ég er þó enn á þeirri skoðun að mitt fólk á Alþingi hefði þurft að taka slíkt frumkvæði mun fyrr. Íslenska þjóðin kallar eftir því - og hefur gert í rúmlega 100 daga, á hverjum degi.
Skúli Helgason skrifar hreint út sagt frábæran pistil á heimasíðu Samfylkingarinnar í dag sem ég hvet alla til að lesa.
6 ummæli:
Þið hafið aldrei treyst Águsti til neins frá því að hann var kosinn varaformaður. Sé enga ástæðu hvers vegna ISG ætta að taka upp á því núna. Ástandið síðustu vikur í Samfylkingunni sýnir okkur bara að sameining vinstri manna verður aldrei að veruleika, því að hvítir sauðir verða aldrei svartir sama hversu mikið er lagt á sig.
Ósköp er eitthvað nöturlegt að sjá frammáfólk í Samfó taka undir með liði á borð við Eygló Harðar með að gera lítið úr þessu framtaki Björgvins. Guð forði Samfylkingu frá því að verða foringjahlýðin og gagnrýnislítil hjörð á borð við Sjalla, en svona hnútukast veikir flokkinn út á við og er hreinn óþarfi, núna þegar maðurinn hefur (loksins) tekið af skarið.
Maður fær jafnvel á tilfinninguna að sumir séu komnir í svo mikið stuð með pottana og pönnurnar að það sé nett svekk þegar farið er að mæta kröfunum.
kv.
Barton
Ekki held ég að það sé þér til framdráttar né auknar virðingar að skrifa svona um traustan og góðan félaga. Samfylkingin er ekki bara 101 Reykjavík og mættu sumir hafa það meira í huga.Björgvin var búinn að standa sig mjög vel sem ráðherra og ekkert hefur fréttst af að bíll hans hafi verið barinn að utan! Kondu með aðra tillögu um eftirmann!
Ekki eykst álitið á þér við þennan pistil. Björgvin er búinn að standa sig mjög vel og margur sem hefði átt að hafa manndóm í sér að segja af sér á undan honum. Ekki líst mér nú á tillögu þína um eftirmann hans. Samfylkingin er ekki bara 101 Reykjavík.
Þá er ekki er vitað til þess að bíll Björgvins hafi verið barinn að utan eða er það kannski það sem þú ert að gera núna?
Sammála þér um allt sem þú segir í þessum pistli.
Tek ekki mark á afsögn korteri fyrir kosningar. Ef þessi afsögn ætti að hafa einhverja vikt þá átti hún að koma áður en boðað var til kosninga. Bjöggi er bara að bjarga sínu skinni, það verður gott að geta sagt í kosninagarbaráttunni að "ÉG AXLAÐI ÁBYRGÐ........."
Sem er bara kaftæði. Hann er ekki að AXXLAneitt.
Til þess að toppa allt þá væri best fyrir samfó að slíta samstarfinu og hoppa uppí með VG. Láta Bjögga í eithvað annað ráðuneyti, þá hefur hann tapað sem minnstum launum
Þetta er náttulega bara kjaftæði.
Skrifa ummæli