Eva Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri UJ og stólpakvendi bað mig að skrifa grein fyrir Samfylkingarvefinn sem ég auðvitað gerði enda hlýðin stúlka.
Greinin heitir Lifandi lýðræði og má lesa hér en lokaorðin voru þessi:
,,Það nægir ekki að eiga góða stefnu, geymda á heimasíðu. Ef kjörnir fulltrúar láta ekki verkin tala í anda Samfylkingarinnar, hlusta ekki á raddir fólksins og tryggja ekki gagnsæi og samráð, munu lýðræðiselskandi flokksmenn sjá til þess að fá ekki umboð sitt endurnýjað.
Það er lifandi lýðræði."
3 ummæli:
Gangi ykkur vel að koma lýðræðislega starfandi fólki aftur að stjórn Samfylkingarinnar. Hafið þið einhver tæki til að ná í gegn prófkjörum fyrir komandi kosningar?
- Héðinn Björnsson
Sem betur fer stjórna miðaldra konur Samfylkingunni, en ekki ungir menn einsog stefnir í hjá Framsókn.
Ingibjörg Sólrún leiðtogi Samfylkingarinnar, sem telur opinbera gagnrýni hættulega starfsheiðri annarra kvenna, mun leiða flokkinn til sómakærrar framtíðar undir forystu kvenna.
Doddi D
Sæll Héðinn -
ef ég skil spurninguna rétt þá ertu að ítreka nauðsyn þess að flokksfólk fái að koma að því að velja á lista og hleypa nýju fólki að? Ég tek undir það með þér. Hins vegar er fulltrúaráð flokksins að endurskoða reglur um prófkjör og í flokknum er mikil umræða um galla prófkjöra.
Skrifa ummæli