26 janúar 2009
,,Lengi má manninn reyna"
25 janúar 2009
Afsagnir
Það var og. Ég get ekki annað en fagnað því að Björgvin segi af sér enda hef ég í langan tíma sagt að það verði hann að gera. En mikið ósköp er þetta seint í rassinn gripið. Í kjölfarið hlýtur yfirstjórn og forstjóri Fjármálaeftirlits að fara og er það vel.
Bætt við klukkan rúmlega 17 -
Aldrei hef ég lastað störf Björgvins heldur þvert á móti talið hann standa sig afar vel við nær ómanneskjulega erfiðar aðstæður. Þegar ég hef talað fyrir afsögn hans er ég að vísa til pólitískrar ábyrgðar hans, sem er ekki það sama og persónuleg ábyrgð. Birgir Hermannsson lýsir því ágætlega hér. Björgvin hefur tekið lofsvert frumkvæði en ég er þó enn á þeirri skoðun að mitt fólk á Alþingi hefði þurft að taka slíkt frumkvæði mun fyrr. Íslenska þjóðin kallar eftir því - og hefur gert í rúmlega 100 daga, á hverjum degi.
Skúli Helgason skrifar hreint út sagt frábæran pistil á heimasíðu Samfylkingarinnar í dag sem ég hvet alla til að lesa.
21 janúar 2009
Enginn er ómissandi
Stjórnarsamstarfinu er lokið. Undir þetta hljóta allir landsmenn að taka. Geir og Ingibjörg Sólrún hafa sagt að nauðsynlegt væri að ljúka mest áríðandi björgunaraðgerðunum - fyrst.
Nú er þeim lokið.
Nú þarf að taka til við uppbyggingu nýs samfélags. Og þá getur valdaflokkur sem setið hefur við stjórn landsins í 17 ár og vaktað hvern krók og kima, sett sitt fólk í stöður og fyrirtæki, ráðið Seðlabankastjóra pólitískt, framfylgt peningamálstefnu sem keyrt hefur þjóðina í þrot - hann getur ekki setið lengur. Hann verður að stíga til hliðar. Hann verður að vera í stjórnarandstöðu, ekki stjórn. Hann nýtur ekki trausts.
Við þurfum að kjósa. Samfylkingin þarf að taka sig saman í andlitinu og horfa í eigin barm. Samfylkingin þarf að endurnýja umboð sitt. Við þurfum að gefa nýjum flokkum tækifæri til að bjóða fram, við þurfum að gefa nýju fólki tækifæri til að sækja umboð sitt til þjóðarinnar innan raða gömlu flokkanna.
Það er enginn ómissandi í pólitík. Þeir sem eru á annarri skoðun eiga alls ekki að vera í pólitík - svo einfalt er það.
Við þurfum nýja stjórnarskrá. Við þurfum afsagnir embættismanna, alvöru uppgjör við fortíðina og spillinguna. Jafnvel nýtt kosningakerfi, nýtt lýðveldi.
Eftir hverju bíðum við?
Í kvöld stendur Samfylkingarfélagið í Reykjavík fyrir opnum fundi í Þjóðleikhúskjallaranum klukkan 20.30. Umræðuefnið er eldfimt: ,,Stjórnarsamstarfið".
Innan flokksins er gríðarleg óánægja - þráin eftir lýðræðislegum umbótum, breytingum og endurnýjuðu umboði er heit. Í kvöld mun hinn almenni flokksmaður segja sína skoðun og á hana verður forystan að hlusta.
14 janúar 2009
Myndskeiðin mín
Jafnréttismálin rædd við Sigríði Andersen í Silfri Egils:
Silfur Egils from Oddný Sturludóttir on Vimeo.
Fjörug umræða um borgarmál í Silfrinu, skömmu eftir að Ólafur F. Magnússon settist í stól borgarstjóra:
Silfur Egils from Oddný Sturludóttir on Vimeo.
Umfjöllun í Víðsjá um bókmenntaborg UNESCO og læsi Íslendinga:
Viðsjá - Rás eitt from Oddný Sturludóttir on Vimeo.
,,Á sumarvegi", yðar einlæg fer yfir eftirminnileg sumur, íslenskar sumarnætur og áhrifaríka kennara:
Á Sumarvegi - Rás eitt from Oddný Sturludóttir on Vimeo.
Uppáhalds TED-vídeóið mitt, Ken Robinson um sköpun í skólastarfi
13 janúar 2009
Lifandi lýðræði
Eva Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri UJ og stólpakvendi bað mig að skrifa grein fyrir Samfylkingarvefinn sem ég auðvitað gerði enda hlýðin stúlka.
06 janúar 2009
Ungir menn og Framsókn
Þetta kemur mér einhvern veginn ekkert stórkostlega á óvart. Gummi hefur reyndar fengið ákaflega góðar móttökur í Samfylkingunni og sumum fannst nóg um hversu mikið var ,,klappað" undir hann á sínum tíma. En hann hefur verið óánægður með ýmislegt og kannski finnst honum ekki nógu mikið leitað til hans núna þegar flokkurinn er í ríkisstjórn.
05 janúar 2009
Tónlistarskólar - framtíð tónlistarnáms
04 janúar 2009
Konan á hjólinu
Ungt Samfylkingarfólk hefur upp á síðkastið ítrekað minnt mig á ræðu sem ég hélt á landsþingi UJ nokkrum mánuðum eftir síðustu Alþingiskosningar. Í henni sagði ég frá eldri konu á hjóli, með hvítt hár sem gægist undan hjálmi. Konuna hitti ég skömmu fyrir kosningarnar vorið 2007. Mér hefur oft orðið hugsað til þessarar konu og tók mig til í kvöld og varð við áskorun liðsmanna UJ með því að rita upp punktana úr þessari gömlu ræðu. Og það er líklegast rétt hjá UJ-fólki. Þessi orð eiga giska vel við í dag.