29 mars 2011

,,mjög, mjög mikið lausafé"

Allt frá því á síðasta ári hefur Hanna Birna Kristjánsdóttir klifað á því að sjóðir borgarinnar væru svo digrir að þyrftum ekki að gera neitt óvinsælt eða sársaukafullt, þyrftum ekki að fullnýta útsvar, ekki hækka gjaldskrár og alls ekki endurskipuleggja í skólakerfinu.

,,...Og þegar því er til svarað, eins og borgarstjóri gerði hér áðan, að við verðum jú að eiga eitthvert lausafé til þess að standa vörð um Orkuveitu Reykjavíkur, sem við flest vitum hér, enda var þeim sjóðum safnað upp á síðasta kjörtímabili, er því til að svara að sú staða hefur verulega batnað á þessu ári og nú er svo komið að afrakstur aðgerða undanfarinna ára og líka undanfarinna mánaða hefur skilað sér í áætluðum hagnaði Orkuveitu Reykjavíkur upp á rúma 20 milljarða. ...Reykjavíkurborg á mjög, mjög mikið lausafé og mér sýnist samkvæmt tölum sem ég sá í morgun að miðað við einhver sveitarfélög allavega eigi Reykjavíkurborg margfalt meira heldur en aðrir íbúar."

- Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri, í umræðum í borgarstjórn 30. nóvember árið 2010.

Ég treysti mér í allt mögulegt, umdeildar hagræðingaraðgerðir og endurskipulagningu á öllum þáttum borgarrekstrarins. Það er einfaldlega verkefni dagsins - og skömminni skárra en að treysta á ímyndaða milljarða.

3 ummæli:

TómasHa sagði...

Það er verið að tala um að fara í illa ígrundaðar sameiningar til að spara einhverjar baunir í samanburði við þá 20 milljarða sem á að henda í OR.

"Fjármálaskrifstofa Reykjavíkurborgar telur að sparnaður vegna allra sameiningaráforma fyrir leik- og grunnskóla og frístunda-heimili í borginni verði rétt rúmar sex milljónir króna á þessu ári."

Ekki gleyma því heldur að Samfylkingin á sinn þátt í þessu. Pólitíkusar hafa farið með orkuveitinu eins gullgæs sem væri óþrjótandi náma af peningum til að leika sér með. Sú staða sem OR er meðal annars tilkomin af arfa heimskulegum fjárfestingum á tímum R-listans.

Stefán Benediktsson sagði...

Bendi mönnum vinsamlega á að skoða Tsunami grafið. Stöplarnir sýna stöðu á árslok. 40 millj. 2005, 103 millj. 2007 eða um 250% aukning skulda eftir borgarstjóraskipti vorið 2006.

Nafnlaus sagði...

Ykkur/okkur er sannarlega vandi á höndum. Það getur enginn efast um það. Ég skrifaði, nafnlaust (af því ég kann ekki að setja nafnið mitt í bloggið þitt) um niðurskurð í skólamálum kæra Oddný og kom með nokkrar uppástungur. Þú svaraðir engu á þeim bloggþræði og ég skil að þú sért ekki alltaf í stuði til að svara gagnrýni. Ég öfunda þig ekki af þinni stöðu. Það þarf að spara en það þarf að hugsa og nota þá sem eru á hverjum stað í borgarkerfinu til að koma með tillögur. Ég held nefnilega að það skilji það allir að það verður að hagræða. Það eru hins vegar þeir sem eru með puttana í málunum sjálfir sem vita hvernig er best að gera það.
Gangi ykkur vel í þessari ömurlegu baráttu.