Tveir farsælir skólastjórar, Haraldur Finnsson og Gunnlaugur Sigurðsson skrifa um breytingar í skólaumhverfinu. Sérstaklega fjalla þeir um stærð unglingadeilda. Í upphafi greinarinnar kemur eftirfarandi fram:
,,Því miður virðast viðbrögð við tillögunum einkennast af andstöðu við allar breytingar en ekki faglegum rökum."
Að mörgu leyti rétt, þó er eðlilegt og hefur ávallt fylgt breytingum í skólaumhverfinu, að þar takist á rökstuðningur af þrenns konar toga: Fagleg rök, fjárhagsleg rök og tilfinningaleg rök.
Sveitarfélög og kommúnur, hérlendis sem og erlendis, eru að skoða breytingar í skólaumhverfinu; stjórnun, strúktúr, skólagerðir, aldurssamsetningu nemenda og margt fleira. Sveitarfélög fara mismunandi leiðir með samráð en allir eru sammála um að höfuðatriðið er að upplýsa um nauðsyn breytinganna.
Fjárhagskrísa sveitarfélaganna má öllum vera ljós og grein skólastjóranna er frábært innlegg í faglegu umræðuna.
Eins má benda á viðtal við Gerði G. Óskarsdóttur, fyrrum fræðslustjóra í Reykjavík, í Speglinum nýverið. Þar víkur hún einmitt orðum að þessari eðlilegu andstöðu við breytingar sem hún upplifði sjálf oft í sínu starfi.
24 mars 2011
Litlir eða stórir grunnskólar?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli