24 febrúar 2009

23 dagar

Á 23 dögum hefur ríkisstjórnin áorkað ýmsu, eins og lesa má um hér.

Og það dylst engum að verkstjórnarvaldið er skýrara og upplýsingagjöfin betri og markvissari.

Áfram veginn.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Frábær HÚMOR hjá Samfylkingunni. Það eru nú 23 VIKUR síðan ég stakk upp á því við fráfarandi stjórn að opnað væri STRAX fyrir það að borga út "séreignasparnað". Þegar kemur að því að vinna "hratt" þá er þessi ríkisstjórn alveg jafn léleg og sú gamla. Getur Samfylkingin útskýrt fyrir mér hvernig hægt sé að nota 1 dag í neyðarlög og síðan tekur það 135 daga að koma í gegn lögum sem opnar fyrir að maður fái aðgang að manns EIGIN pening...! Hvað er eiginlega í gangi????????

kv. Heilbrigð skynsemi

Nafnlaus sagði...

Já það hefur ýmislegt verið gert, reyndar á hraða snigils.

1)mynda stjórn: Tók viku lengur en til stóð

2) reka davíð: hann er enn í bankanum þremur vikum á eftir áætlun

3) nýtt fólk í skilanefndir: Gunnar Örn að segja af sér í dag, rétt eftir að hann var ráðinn og þegar hann fattaði að hann skuldaði skilanefndinni milljarð.

4)Steingrímur Joð. alveg á móti hvalveiðum: Ætlar samt ekkert að stoppa þær
5) Koma skikki á allt þetta opinbera lið sem hefur komist upp með að stela og pretta bankana hömlulaust: Það var ekki komið eitt klósettpappírslauf í hillurnar hjá nýja saksóknaranum.

6)Framsókn búin að binda VG og samfó í herkví. Minnihlutastjórnin algerlega upp á gamla lúna framsókn komnir

ÁFRAM VEGINN