05 febrúar 2009

Skilanefndir

Ég hlustaði á stefnuræðu forsætisráðherra í gær sem og aðrar ræður þingmanna. Stefnuræða forsætisráðherra stóð upp úr. Hvatning, hreinskilni og engin tæpitunga.

Rauður þráður í ræðum félagshyggjufólks á Alþingi var sá ljóti viðskilnaður sem Sjálfstæðismenn bera að mestu leyti ábyrgð á.

Jóhanna lagði áherslu á að nú sæti bráðabirgðastjórn sem myndi einbeita sér að fáum en mikilvægum verkefnum til að reisa við mikilvægar stofnanir og innviði samfélagsins.

Þessarar stjórnar verður minnst fyrir hugrekki.

Það getur nefnilega ekki hver sem er setið í skilanefnd Sjálfstæðisflokksins.

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvenær ætlar fólk að fara kalla þetta réttum nöfnum.

Þetta eru ekki skilanefndir - þetta eru skiptastjórar yfir gjaldþrotabúum.

Jafntframt "féllu" ekki bankarnir. Þeir urðu gjaldþrota. Við skulum láta orðforða Geir H. Haarde hætta að reyna fegra slæma hluti í þeirra tíð.

Einar Jón sagði...

Hvaða flokkur var aftur í stjórn með Sjálfstæðisflokki þegar allt hrundi?

Ber sá flokkur enga ábyrgð á neinu?

Nafnlaus sagði...

Nákvmælega Einar.
Hvernig getur Samfylkingarfólk firrað sig ábyrgð svona gjörsamlega og sest svo þráðbeint aftur í ríkisstjórn.

Nafnlaus sagði...

Ég heyri ekki nýju ríkisstjórnina tala um hvernig hún ætli að skera heimilin úr snörunni sem hún er að hengja þau í? Verður ekki að lækka verðbætur sem hafa lagst á lánin alla vega frá hruninu?
Er þessar verðbætur sem hafa fallið á lánin ekki ólögleg eignaupptaka í ljósi neyðarástands?
Hver ætlar að sækja rétt fólksins í landinu? Það var slegin skjaldborg um innlánsreikninga ... en ekki um heimilin og heimilin eru í raun og sann lífeyrir!
Komið með lausnir til að hjálpa okkur og hættið að mæra ríkisstjórnina fyrr en hún kemur með alvöru lausnir!
Kveðja,
Beta

Nafnlaus sagði...

Þegar Fylkingin tók sæti Framsóknar í stjórninni voru 3 stórir einkabankar og atvinnuleysi um 1%. Það er greinilegt að Fylkingin hefur ekki gert margt í þessari stjórn annað en að verma stólana.

Oddný er sagði...

Ætli það sé ekki flokkurinn sem hannaði hið fallíta kerfi sem mesta ábyrgð ber? Minn flokkur hefur ekki skorast undan ábyrgð, þvert á móti axlaði hún hana myndarlega með því að hleypa Sjálfstæðisflokknum í frí svo hægt sé að fara í nauðsynlega tiltekt.

Oddný er sagði...

Ég kallaði nýju minnihlutastjórnina skilanefnd Sjálfstæðisflokksins en er alveg opin fyrir því að kalla hana skiptastjóra yfir gjaldþrotabúi frjálshyggjunnar...

Nafnlaus sagði...

Er samfó ekki alveg jafn innvíkuð í þetta bull? Er er ekki lausnin að frelsa Ísland frá flokksræðinu!

Nafnlaus sagði...

Þegar Sjálfstæðisflokkur og Samfylking mynduðu ríkisstjórn 2007 hafði fyrrnefndi flokkurinn setið við völd í 16 ár og allan tímann séð um stjórn efnahagsmála.

Stjórn Sjalla og Samfó var við völd í u.þ.b. eitt og hálft ár.

Það er auðvitað augljóst hverjum manni hver ber höfuðábyrgð á því ástandi sem uppi er, en það er venja Sjálfstæðismanna að veifa fremur röngu tré en öngu og því vilja þeir klína sök á alla nema sjálfa sig. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um skynsemina í því - hana sjá allir.