07 júní 2008

Harðsnúna Hanna

Framtíð tveggja stjórnmálakvenna réðst í dag. Niðurstöðurnar koma ekki á óvart, hvorki í Bandaríkjunum né Ráðhúsi Reykjavíkur. Sjálfstæðismenn í Reykjavík gátu ekki með nokkru móti slegið oddvitavalinu lengur á frest og borgarbúum hugnast Hanna Birna augljóslega best. 


Hillary er mín kona og ég vona sannarlega að Bandaríkjamenn fái notið hennar krafta þótt þessi slagur hennar hafi tapast.  

Það er svo annað mál hvernig dúettinn Hanna Birna og Ólafur F á eftir að hljóma. Málefnasamningur janúarmánaðar kvað á um að Ólafur og Vilhjálmur myndu skiptast á að vera borgarstjórar. 

Hvað segir Ólafur F. Magnússon nú? Hvernig mun honum ganga að vinna með Hönnu Birnu?  

Ég óska Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innilega til hamingju. Hún er vel að þessu komin hvað sem öðru líður. Og Sjálfstæðismenn hafa ekki státað af kvenkyns borgarstjóra síðan Auður Auðuns var og hét.   

Engin ummæli: