30 júní 2008
Pælingar af Skólavörðuholti
23 júní 2008
Sumarmolar
Undarlega lítið hefur farið fyrir þessu í fréttum. Margar hugmyndir hafa verið á lofti um jafnréttissetur af einhverju tagi. Nú sér loks til sólar í því. Það gleður mitt femíníska hjarta að sjá utanríkisráðherra taka til óspilltra málanna í sínu ráðuneyti.
Ég eyddi gærdeginum í Viðey. Dásamleg perla sem sú eyja er og gaman að láta sig líða um grónar grundir og naga puntstrá í vel völdum lautum. Og sjá! Fyrir aftan Viðeyjarstofu eru hjól í öllum stærðum til afnota fyrir eyjagesti, sum þeirra með barnastól og allt.
Annars er nú lítið að frétta finnst konu. Dagarnir renna saman í sól og grillsælu. Þó eru tvær vikur í sumarfrí og í mörg horn að líta. Bóndinn er farinn í Hrísey með vel yddaða blýanta og hugur borgarfulltrúans leitar því óneitanlega í norðurátt.
Ekkert er þó fegurra en vorkvöld í Reykjavík. Nema kannski sumarkvöldin.
15 júní 2008
Ljómandi landnemar
Ný stjórn Landnemans var kosin á hressum fundi á Hressó í dag. Tæplega 100 manns mættu.
Landneminn er félag áhugafólks um fjölmenningu, umheiminn og sterka stöðu landnema í íslensku samfélagi. Félagið er tengt Samfylkingunni.
Stjórnin:
Petra Deluxsana, frá Tælandi. Sjálfstætt starfandi túlkur, fjarnemi í lögfræði og rekur gistiheimili. Petra hefur starfað með samfélagi Tælendinga á Íslandi, samtökum kvenna af erlendum uppruna og félagi Búddista.
13 júní 2008
Bis dann!
Það bezta við sumarið er að sækja grútskítug en alsæl börn á leikskólann. Í hárinu eru kleprar eftir vandlega smurningu sólaráburðs. Fötin eru það skítug að kona veltir fyrir sér hvort þau eigi að fara í óhreinatauið - eða hreinlega ruslakörfuna.
07 júní 2008
Harðsnúna Hanna
Framtíð tveggja stjórnmálakvenna réðst í dag. Niðurstöðurnar koma ekki á óvart, hvorki í Bandaríkjunum né Ráðhúsi Reykjavíkur. Sjálfstæðismenn í Reykjavík gátu ekki með nokkru móti slegið oddvitavalinu lengur á frest og borgarbúum hugnast Hanna Birna augljóslega best.