19 ágúst 2009

Ári seinna...

Fyrir ári síðan vantaði fólk til starfa á frístundaheimilum borgarinnar. Þrátt fyrir mikið atvinnuleysi í Reykjavík vantar enn fólk til starfa á frístundaheimilunum en langmest er um hlutastörf enda starfstími frístundaheimilanna stuttur, í kringum þrír klukkutímar á dag.

Lengi hef ég talað fyrir því að þessu yrði breytt og farið yrði af stað með tilraunir í nokkrum skólum á algjörlega nýju skipulagi skóladagsins. Um þetta skrifaði ég greinar og borgarstjóri tók að endingu vel í hugmyndina og setti fólk í málið.

Ekkert er í sjónmáli sem bendir til þess að tilraun af þessu tagi fari af stað í haust.
Því má segja að þessi ársgamla bloggfærsla standi fullkomlega fyrir sínu nú ári seinna...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Borga bara sömu laun og hinir útvöldu
varaborgarfulltrúar fá 300.000.kr. fyrir
hugsanlega 2 ja tíma fundarsetu á mánuði. Sumir fá það og hafa enga vinnuskyldu. Senda líka þessar tvær vinkonur Hönnu Birna sem nú eru búnar
að vera á gjafakaupi í ár við að leita úrræða í málefnum frístundaheimilana- í að vinna á heimilunum.Veit þær verða fúlar að þurfa að fara gera eitthvað en það eru erfiðir tímar.