20 ágúst 2009

Áhugaleysi meirihlutans á málefnum barna

Nú liggur fyrir að skýrsla embættismanna ÍTR og Menntasviðs um nýjar leiðir og nýjar lausnir í málefnum frístundaheimilanna hefur legið hjá borgarstjóra síðan í byrjun júní. Áfangaskýrslu var skilað 1. febrúar og því hefði meirihlutanum verið í lófa lagið að hefjast strax handa. Enda segir í erindisbréfi hópsins, undirrituðu af borgarstjóra... ,,Tillögur að skammtímalausnum verði jafnharðan hrundið í framkvæmd á starfstíma hópsins."

Meirihlutinn var ekki lengi að skera niður viðbótarstundina í 2. -4. bekk, en hélt hann virkilega að vandi frístundaheimilanna myndi leysast af sjálfu sér?

Þessi meirihluti er lunkinn og gjarn á að stinga óþægilegum málum undir stól. En það er alveg nýtt í pólitíkinni að stinga undir stól góðum tillögum til lausnar á brýnum vanda.

Engin ummæli: