Fjölskylduhátíð Hríseyinga var síðastliðna helgi og eins og lög gera ráð fyrir var myndarleg kvöldvaka á laugardagskvöldinu. Ég var beðin um að segja nokkur orð og lenti auðvitað í stökustu vandræðum því hvernig lýsir kona svo fallegum stað með fátæklegum orðum?
Alla vega fæddist þessi hugleiðing og ég lofaði Ingimar í búðinni og fleiri góðum Hríseyingum að koma þessu frá mér á einn eða annan hátt. Er Eyjan ekki góður staður fyrir hugvekju um eyjuna Hrísey?
H-R-Í-S-E-Y
Sex stafa paradís og besti staður í heimi
H stendur fyrir
hákarla-Jörund, hressandi hafgolu, hlýlegt andrúmsloft, séra Huldu, himneska bláskel, Hönnu hans Narfa, haganlega smíðaðar hrífur, hávært hljóð kríanna, hossandi heyvagninn hans Alla Bergdal með saklausum ferðamönnum innanborðs og háhraðatenginguna hans Ingimars í búðinni.
R stendur fyrir
rjúpu, rjóðar kinnar barna eftir útiveru, rómantík, rjómablíðu jafnt sem rok, rautt sólarlag og Rósu Kára.
Í stendur fyrir
ísinn á Brekku, ímynd Hríseyjar sem perlu Eyjafjarðar, nýju íþróttamiðstöðina, íslenska framkvæmdagleði og kraft sem blessað hefur Hríseyinga í gegnum tíðina.
S stendur fyrir
síbúa og sumarbúa, sól, sjávarloft og sælu, skituna sem fylgir rjúpunni á haustin og eyðileggur alla BYKO-palla sem verða á vegi hennar, Syðsta-bæ, snyrtileg hús og götur, Sæborg og síldarárin, suðandi flugur í gluggum, Stekkjarnef, Sólbakka, Skjöldu og séra Kára, ferjuna Sævar, sómafólkið í Kelahúsi sem gott er að leita til og sundlaugarvörðinn og fuglaskoðarann ,,Steina rjúpu”.
E stendur fyrir
Eyjafjörð, elskulega gestrisni, endalausa orku frá Kaldbak, erfiðar og léttar gönguleiðir, Elsu og Geira, ekta soðbrauð og elegant prjónavörur í Gallerí Perlu, eldklára og kurteisa krakka, eftirtektarverða, eftirminnilega og einkennilega pínulitla búningsklefa í nýju sundlauginni.
Y stendur fyrir
Ysta-bæ, yndislegar sumarnætur, ykkur öll og yfirnáttúrulega fegurð sem engin orð fá lýst...
H stendur fyrir
hákarla-Jörund, hressandi hafgolu, hlýlegt andrúmsloft, séra Huldu, himneska bláskel, Hönnu hans Narfa, haganlega smíðaðar hrífur, hávært hljóð kríanna, hossandi heyvagninn hans Alla Bergdal með saklausum ferðamönnum innanborðs og háhraðatenginguna hans Ingimars í búðinni.
R stendur fyrir
rjúpu, rjóðar kinnar barna eftir útiveru, rómantík, rjómablíðu jafnt sem rok, rautt sólarlag og Rósu Kára.
Í stendur fyrir
ísinn á Brekku, ímynd Hríseyjar sem perlu Eyjafjarðar, nýju íþróttamiðstöðina, íslenska framkvæmdagleði og kraft sem blessað hefur Hríseyinga í gegnum tíðina.
S stendur fyrir
síbúa og sumarbúa, sól, sjávarloft og sælu, skituna sem fylgir rjúpunni á haustin og eyðileggur alla BYKO-palla sem verða á vegi hennar, Syðsta-bæ, snyrtileg hús og götur, Sæborg og síldarárin, suðandi flugur í gluggum, Stekkjarnef, Sólbakka, Skjöldu og séra Kára, ferjuna Sævar, sómafólkið í Kelahúsi sem gott er að leita til og sundlaugarvörðinn og fuglaskoðarann ,,Steina rjúpu”.
E stendur fyrir
Eyjafjörð, elskulega gestrisni, endalausa orku frá Kaldbak, erfiðar og léttar gönguleiðir, Elsu og Geira, ekta soðbrauð og elegant prjónavörur í Gallerí Perlu, eldklára og kurteisa krakka, eftirtektarverða, eftirminnilega og einkennilega pínulitla búningsklefa í nýju sundlauginni.
Y stendur fyrir
Ysta-bæ, yndislegar sumarnætur, ykkur öll og yfirnáttúrulega fegurð sem engin orð fá lýst...
6 ummæli:
Áttu kaffi ef ég kem með fjölskylduna í Hrísey á morgun?
Kveðja, Einar Mar
Því miður! Nú er ég í bænum og fer líklega ekki aftur í eynna fyrr en seint í ágúst. En ég bið að heilsa sælum vindum þýðum eins og segir í kvæðinu. Njóttu frísins. Kveðja, O
Hrísey hugur.
Hrísey hugur við þessu.
Þrátt fyrir að hafa orðið af ykkur, skemmtum við okkur stórkostlega. Enda í 25 stiga hita og sól og heimamaður sagði okkur að þetta væri fyrsti sumardagurinn í eyjunni. Hittumst vonandi næsta sumar.
kv. Einar Mar
Skemmtileg og notaleg lýsing gæska.
Skrifa ummæli