Nú um stundir bíða ótal margar konur og karlar eftir því að ættleiða börn frá öðrum löndum. Mikill gangur hefur verið í starfsemi Íslenskrar ættleiðingar síðustu ár, sérstaklega með tilkomu samnings við kínversk stjórnvöld en nú virðast málin vera komin í alvarlegan hnút. Svo alvarleg er staðan að fjöldi para sem beðið hafa í mörg ár eftir barni er nú að falla á tíma. Það er með öllu óásættanlegt að hafa af fólki drauminn um að ala upp barn og slíkt á ekki að líðast. Í þessari stöðu er fólk sem hefur þegar undirgengist forsamþykki um að þeir verði góðir foreldrar fyrir barn úti í heimi sem bíður betra lífs. Með einfaldri breytingu á reglugerð frá árinu 2004 getur Alþingi gert verðandi foreldrum kleift að leita til fleiri ættleiðingarfélaga en þessa eina félags sem haft hefur yfirumsjón með ættleiðingum á Íslandi síðustu ár. Þó leiti umsækjendur ávallt eftir forsamþykki hjá íslenskum yfirvöldum svo að ströngustu skilyrði séu uppfyllt.
Með reglugerðarbreytingunni kæmist skriður á málin og biðtíminn styttist. Gerum ekki að engu drauma landa okkar sem þrá að fóstra munaðarlaust barn. Sameinumst um það mikla réttlætismál að Íslendingar geti ættleitt börn frá öðrum löndum - áður en það verður um seinan.
Greinin birtist í Morgunblaðinu í dag.
02 júlí 2009
Draumur um barn
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli