... er vert að minnast á áfanga og áskoranir þegar kemur að læsi ungra Íslendinga.
Menntamálaráðuneytið bað Félagsvísindastofnun um að vinna skýrslu um stöðu lestrarkennslu í íslenskum grunnskólum. Sérstaklega er ég stolt af því að hafa komið á samstarfi við Háskólann á Akureyri í formannstíð minni í menntaráðinu. Það leiddi til innleiðingu á svokölluðu ,,Byrjendalæsi" sem Rósa Eggertsdóttir og hennar öfluga fólk hefur þróað undanfarin ár. Byrjendalæsi hefur samstundis sýnt fram á meiri færni í lestri nemenda.
Eins er ég stolt af því að hafa komið á samstarfi Menntasviðs Reykjavíkur og Rannsóknarstofu um mál, þroska og læsi sem Dr. Hrafnhildur Ragnarsdóttir og hennar fólk á Menntavísindasviði HÍ stýra af miklum myndarleik.
Niðurstöður skýrslunnar eru mjög í takt við það sem ég hef skynjað á síðustu þremur árum, eða síðan ég tók sæti í menntaráði Reykjavíkurborgar. Lítið er um formlega lestarkennslu á mið- og efsta stigi grunnskólans og námsgögn, kennsluaðferðir og matstæki vantar fyrir eldri nemendur grunnskólans.
Lesskilningur er hér lykilatriði. Samkvæmt PISA-könnun koma íslenskir nemendur ekki nægilega út í lesskilningi. Lestri er ekki náð þegar barn hefur lært að lesa, áfram þarf að vinna með læsið. Læsi upplýsinga, læsi á bókmenntir, læsi og túlkun og svona mætti lengi telja.
Sé Aðalnámskrá grunnskóla skoðuð kemur fram að lestrarkennslu á að sinna í öllum námsgreinum. Það er því nauðsynlegt að efla skilning kennara og skólastjóra á samþættingu lestrarkennslu við allar námsgreinar. Samþætting er hér enn og aftur hinn stóri galdur.
Guðrún Edda Bentsdóttir, sérfræðingur á Menntasviði vann minnisblað upp úr skýrslu Félagsvísindastofnunar og hér koma valdir kaflar fyrir áhugasama - til hamingju með daginn!
..Að mati skýrsluhöfunda þarf að auka samstarf milli skóla, skólastjórnenda, sérfræðinga, skólaskrifstofa og menntastofnana við að þróa aðferðir til lestrarkennslu og stuðla að faglegri þróun við lestrarkennslu...
...Starfsþróunarverkefnið Byrjendalæsi var í gangi í fjórum grunnskólum borgarinnar en það miðar að því að efla byrjendakennslu í lestri. Hluti af því námskeiði var að kennarar miðluðu eigin reynslu af því að taka upp nýja kennsluhætti í lestrarkennslu. Flestir grunnskólar í Grafarvogi munu taka upp Byrjendalæsið í yngstu bekkjunum á þessu skólaári. Því má með sanni segja að Menntasvið hafi leitað til færustu sérfræðinga til að leiðbeina grunnskólakennurum í borginni við að efla lestrarkennslu og læsi í grunnskólum borgarinnar og að námskeiðin hafi orðið til að efla samstarf á milli kennara í borginni.
...Niðurstöður rannsókna benda til þessa að stuðningur foreldra við lestrarnám barna sinna skipti sköpum samhliða hágæða lestrarkennslu í skólanum...
...Menntaráð gerði samstarfssamning við Rannsóknarstofu um mál og læsi við Menntavísindasvið HÍ sem m.a. gerir ráð fyrir því að starfsmenn rannsóknarstofunnar haldi haustið 2009 fræðslufundi fyrir foreldra barna sem eru að hefja lestrarnám.
08 september 2009
Á alþjóðlegum degi læsis...
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)